Hermann Sæmundsson
Hermann Sæmundsson
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Hermann Sæmundsson, stjórnmálafræðing og skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Hermann tekur við embættinu 1

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Hermann Sæmundsson, stjórnmálafræðing og skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Hermann tekur við embættinu 1. maí nk. þegar Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum.

Hermann er fæddur árið 1965, en hann hefur starfað í Stjórnarráðinu frá október 1996 en þá réðst hann til starfa sem sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í félagsmálaráðuneytinu. Hann hefur verið skrifstofustjóri í hinum ýmsu ráðuneytum nær óslitið frá árinu 2002, að frátöldum árunum 2004-2008 er hann var fulltrúi í sendiráði Íslands í Brussel. Hermann varð skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu í október 2021.

Fjórar umsóknir bárust um embættið sem var auglýst í janúar sl. og komst hæfnisnefnd að þeirri niðurstöðu að Hermann væri hæfastur til að gegna embættinu. Eftir viðtöl ráðherra við umsækjendur og að teknu tilliti til álits hæfnisnefndar um hæfni umsækjenda var það ákvörðun ráðherra að veita Hermanni embættið.