Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson missir af leiknum gegn Tindastóli.
Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson missir af leiknum gegn Tindastóli. — Morgunblaðið/Unnur Karen
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, verður í banni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Tindastóli í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Hörður fékk brottvísun eftir leik Keflavíkur gegn Njarðvík í…

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, verður í banni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Tindastóli í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Hörður fékk brottvísun eftir leik Keflavíkur gegn Njarðvík í lokaumferð úrvalsdeildarinnar, eftir að hafa mótmælt ákvörðun dómara harðlega undir lokin. Hann getur hins vegar spilað næsta leik liðanna sem fer fram á Sauðárkróki á laugardagskvöldið.