Evrópumótið í knattspyrnu kvenna árið 2025 mun fara fram í Sviss. Tilkynnt var um gestgjafana á fundi framkvæmdastjórnar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Lissabon í Portúgal í gær. Alls bárust UEFA fimm beiðnir um að halda EM

Evrópumótið í knattspyrnu kvenna árið 2025 mun fara fram í Sviss. Tilkynnt var um gestgjafana á fundi framkvæmdastjórnar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Lissabon í Portúgal í gær.

Alls bárust UEFA fimm beiðnir um að halda EM. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð lögðu inn eina beiðni sameiginlega með stuðningi Íslands og Færeyja.

Pólland og Frakkland fóru þess einnig á leit að fá að halda mótið og Úkraína hafði sömuleiðis lagt inn beiðni en þurfti að draga hana til baka í kjölfar innrásar Rússa.

Á EM 2025 verður leikið í átta borgum í Sviss; Basel, Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Sion, Luzern og Thun.