Skalli Wesley Fofana og Roberto Firmino eigast við í Lundúnum.
Skalli Wesley Fofana og Roberto Firmino eigast við í Lundúnum. — AFP/Glyn Kirk
Liverpool er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum eftir markalaust jafntefli gegn Chelsea, 0:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í gær. Chelsea-menn voru sterkari aðilinn í leiknum og fengu hættulegri færi en Chelsea er án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum

Liverpool er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum eftir markalaust jafntefli gegn Chelsea, 0:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í gær.

Chelsea-menn voru sterkari aðilinn í leiknum og fengu hættulegri færi en Chelsea er án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum.

Síðasti sigurleikur Liverpool var gegn Manchester United hinn 5. mars á Anfield í deildinni, en Chelsea lagði Leicester hinn 11. mars í Leicester í deildinni.

Luis Sinisterra tryggði Leeds sigur gegn Nottingham Forest, 2:1, þegar liðin mættust á Elland Road í Leeds en Orel Mangala hafði komið Forest yfir á 12. mínútu áður en Jack Harrisson jafnaði metin fyrir Leeds á 20. mínútu.

Evan Ferguson og Julio Encisco skoruðu mörk Brighton þegar liðið vann góðan útisigur gegn Bournemouth, 2:0, á Vitality-vellinum í Bournemouth en Ferguson kom Brighton yfir á 27. mínútu og Encisco tvöfaldaði forystu Brighton í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Þá vann Aston Villa góðan útisigur gegn Leicester, 2:1, á King Power-vellinum í Leicester þar sem Bertrand Traoré skoraði sigurmark Aston Villa á 87. mínútu eftir að Ollie Watkins hafði komið Villa yfir á 24. mínútu en Harvey Barnes jafnaði metin fyrir Leicester á 35. mínútu.