Í Bretlandi hafa verið settar af stað tvær hópmálsóknir gegn Google vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu á auglýsingamarkaði. Seinna málið kom fram á dögunum og þar er í forsvari fyrrverandi yfirmaður tæknimála hjá Guardian. Það hljóðar upp á 3,4 milljarða punda, sem út frá núverandi gengi og höfðatölu mundi samsvara rúmum þremur milljörðum króna hér á landi. Í fyrra málinu, sem höfðað var í nóvember síðastliðnum, er í forsvari fyrrverandi forstjóri Ofcom, sem er eftirlitsstofnun með stórum hluta fjölmiðla í Bretlandi, og þar eru kröfurnar um fjórfalt hærri.

Í Bretlandi hafa verið settar af stað tvær hópmálsóknir gegn Google vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu á auglýsingamarkaði. Seinna málið kom fram á dögunum og þar er í forsvari fyrrverandi yfirmaður tæknimála hjá Guardian. Það hljóðar upp á 3,4 milljarða punda, sem út frá núverandi gengi og höfðatölu mundi samsvara rúmum þremur milljörðum króna hér á landi. Í fyrra málinu, sem höfðað var í nóvember síðastliðnum, er í forsvari fyrrverandi forstjóri Ofcom, sem er eftirlitsstofnun með stórum hluta fjölmiðla í Bretlandi, og þar eru kröfurnar um fjórfalt hærri.

Svipaðar aðgerðir eru uppi í fleiri löndum gegn ofurafli leitarvéla og samfélagsmiðla og má í því sambandi nefna háa sekt sem frönsk eftirlitsyfirvöld lögðu á Google fyrir tveimur árum, þó að hún hafi verið lægri en þessar kröfur.

Fjölmiðlar um allan heim finna fyrir þessari ójöfnu samkeppni á auglýsingamarkaði og sums staðar er reynt að bregðast við ástandinu.

Fátítt er þó að fjölmiðlar þurfi á sama tíma að keppa við ríkið á sama markaði eða sæti verulegum hömlum um hvaða auglýsingar þeir megi birta. Hvort tveggja er auðvelt að laga hér á landi hafi stjórnmálamenn raunverulegar áhyggjur af stöðu fjölmiðla.