Tónvöndur er yfirskrift tónleika í tónleikaröðinni Tónlistarnæring sem fram fara í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag kl. 12.15. „Ástríðufullir hljómar eftir Donizetti, Lehár og Previn blandast saman við rómantíska og fágaða hljóma og skapa skemmtilegar andstæður,“ segir í tilkynningu

Tónvöndur er yfirskrift tónleika í tónleikaröðinni Tónlistarnæring sem fram fara í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag kl. 12.15. „Ástríðufullir hljómar eftir Donizetti, Lehár og Previn blandast saman við rómantíska og fágaða hljóma og skapa skemmtilegar andstæður,“ segir í tilkynningu. Flytjendur eru sópransöngkonan Bryndís Guðjónsdóttir, flautuleikarinn Pamela De Sensi og píanóleikarinn Guðríður St. Sigurðardóttir. Aðgangur er ókeypis.