List Frá höfuðborginni Tehran.
List Frá höfuðborginni Tehran.
Tuttugu nemendur í stúlknaskóla hafa nú verið lagðir inn á sjúkrahús, en grunur leikur á að fyrir þeim hafi verið eitrað. Er þetta nýjasta tilfellið í Íran þar sem stúlkur veikjast á dularfullan hátt

Tuttugu nemendur í stúlknaskóla hafa nú verið lagðir inn á sjúkrahús, en grunur leikur á að fyrir þeim hafi verið eitrað. Er þetta nýjasta tilfellið í Íran þar sem stúlkur veikjast á dularfullan hátt.

Fréttaveita AFP greinir frá því að stúlkurnar eigi allar erfitt með öndun og eru sumar þeirra þungt haldnar. Læknar segjast þó vongóðir um að allar eigi þær eftir að ná sér. Atvikið kom upp í norðvesturhluta landsins.

Frá því í nóvember sl. hafa yfir fimm þúsund nemendur fundið fyrir óútskýrðum veikindum. Eiga börnin þá erfitt með öndun, glíma við skerta meðvitund, upplifa ógleði og almenna vanlíðan. Hafa tilfellin komið upp í um 230 skólum og vakið talsverðan ótta í landinu.