Neskaupstaður Töluvert tjón varð á húsum og bílum í snjóflóðunum.
Neskaupstaður Töluvert tjón varð á húsum og bílum í snjóflóðunum. — Morgunblaðið/Eggert
„Bara það tjón sem fólk varð fyrir andlega, að upplifa þetta, manni finnst eins og það sé nóg. Það þarf ekki að bæta við fjárhagsáhyggjum,“ segir Guðmundur Höskuldsson, formaður Rótarýklúbbsins í Neskaupstað

„Bara það tjón sem fólk varð fyrir andlega, að upplifa þetta, manni finnst eins og það sé nóg. Það þarf ekki að bæta við fjárhagsáhyggjum,“ segir Guðmundur Höskuldsson, formaður Rótarýklúbbsins í Neskaupstað. Klúbburinn fór af stað með söfnun um helgina til að safna fé fyrir þær fjölskyldur sem misstu allt sitt í snjóflóðunum sem féllu á Norðfirði í síðustu viku. Mikið eignatjón varð í flóðunum en Guðmundur segir að altjón hafi orðið á að minnsta kosti 10 íbúðum. Þá er 21 ökutæki ónýtt, 20 bílar og einn vélsleði. Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi í gær að aflýsa óvissustigi almannavarna í Neskaupstað og Veðurstofa Íslands aflétti einnig óvissustigi.

Söfnunin gengur vel en Guðmundur segir að margir hafi áhuga á að styrkja þær fjölskyldur sem verst fóru út úr flóðunum. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Neskaupstaðar geta lagt inn á eftirfarandi reikning:

1106-05-250199

Kennitala: 550579-1979.