Augnayndi A Hidden Life er á RÚV-spilaranum.
Augnayndi A Hidden Life er á RÚV-spilaranum.
Ég hélt ég væri kominn með áunninn athyglisbrest. Kenndi símanum um, Facebook og YouTube. Aðallega YouTube. Bjarmi af hundruðum þúsunda YouTube-myndskeiða hefur glampað á þessum augasteinum síðustu 15 ár og það hefur ekki þurft neinar augnlokaglennur og visine-dropa á þennan droog

Höskuldur Ólafsson

Ég hélt ég væri kominn með áunninn athyglisbrest. Kenndi símanum um, Facebook og YouTube. Aðallega YouTube. Bjarmi af hundruðum þúsunda YouTube-myndskeiða hefur glampað á þessum augasteinum síðustu 15 ár og það hefur ekki þurft neinar augnlokaglennur og visine-dropa á þennan droog. Allt er spilað. Allt verður spilað. Jafnvel þótt ég sé fyrir löngu búinn að sætta mig við að algóriþminn sé drasl og sennilega hannaður fyrir fólk með hörfandi áhugasvið. Eða viljastyrk. Alla vega. Hélt ég væri kominn með áunninn athyglisbrest þegar ég stóð mig að því að hraðspóla kvikmyndinni Pig frá upphafi til enda. Meira að segja á sexföldum hraða fannst mér ég vera að tapa athyglinni svo ég byrjaði að hoppa frá einni senu til þeirrar næstu. Skip 10 sec? Já takk! Á endanum var ég byrjaður að hoppa yfir margar senur í einu og reyna svo að lesa í samhengið þar sem ég lenti. Svínið er ennþá týnt. Gott! Hef ekki misst af neinu. Fulla ferð áfram! Þetta var súrrealískt. Ég sá fyrir mér að svona þyrfti ég að horfa á allar kvikmyndir héðan í frá. Svo ég byrjaði á næstu kvikmynd, A Hidden Life eftir Terrence Malick. Og það reyndist ekki nokkur skapaður hlutur að mér.