Norður
♠ 6
♥ KDG1065
♦ ÁKG3
♣ Á6
Vestur
♠ DG1072
♥ 9843
♦ 109
♣ 107
Austur
♠ 9843
♥ Á7
♦ D86
♣ G984
Suður
♠ ÁK5
♥ 2
♦ 7542
♣ KD532
Suður spilar 6G.
Það er enginn vafi á því að 6G er langbesta slemman af þeim fjórum sem koma til greina. Ef hjartað brotnar illa gæti laufið komið þrjú-þrjú eða tíguldrottning legið fyrir svíningu. Að ótöldum ýmsum þvingunarkostum sem gætu dúkkað upp.
Ekkert par Íslandsmótsins lét sér detta í hug að spila 6♣. Tígulslemma var hins vegar reynd á fjórum borðum með dapurlegum afleiðingum, augljóslega. Þau sextán pör sem spiluðu hjartaslemmu fóru sátt frá borði en stoltust voru pörin fimm sem náðu 6G. Í þeim hópi voru Jón Bald og Bessi Haralds.
Bessi opnaði á Standard-hjarta og Jón svaraði á kröfugrandi. Framhaldið hófst með Nornaseiði: 2♣ (sterkt eða lauf), 2♦ (9-12 punktar), 3♦ (sterkt og fjórlitur), 3G (uppástunga), 4♥ (góður sexlitur), 5G (pick-a-slam), 6♥ (líst vel á hjartað), 6G (líst betur á gröndin).