[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viðskiptablaðið fjallar um lausatök í opinberum fjármálum í leiðara sínum í gær og vekur sérstaklega athygli á að sveitarfélagið Árborg hafi þurft að leita á náðir Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Viðskiptablaðið bendir á að þetta hafi ekki vakið mikla athygli en að samkomulag um þetta hafi verið gert við innviðaráðherra. Þá segir blaðið:

Viðskiptablaðið fjallar um lausatök í opinberum fjármálum í leiðara sínum í gær og vekur sérstaklega athygli á að sveitarfélagið Árborg hafi þurft að leita á náðir Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Viðskiptablaðið bendir á að þetta hafi ekki vakið mikla athygli en að samkomulag um þetta hafi verið gert við innviðaráðherra. Þá segir blaðið:

„Í ljósi þess að sveitarfélagið er með tvo skuldabréfaflokka skráða í Kauphöllinni sætir nokkurri furðu að engar formlegar tilkynningar hafi borist um fjárhagsvandræði sveitarfélagsins. Ekki dregur það úr alvarleika málsins að viðskipti áttu sér stað með skuldabréfin eftir viðræður milli sveitarfélagsins og ráðuneytisins um fjármál þess.“

En þetta er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við fjárhagsvanda. Mestur er hann hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, þar sem hagkvæmni stærðarinnar ætti þó að hjálpa.

Erfiðleikar í skuldabréfaútgáfu borgarinnar hafa meðal annars verið til marks um vandann, en langt er síðan fjárfestar áttuðu sig á að fjármál borgarinnar eru í ólestri og að núverandi stjórnvöld hafa annaðhvort ekki vilja eða getu, nema hvort tveggja sé, til að takast á við hann. Nú styttist í ársreikning borgarinnar fyrir árið 2022. Í lok september voru skuldirnar komnar í 437 milljarða króna og höfðu hækkað um 30 milljarða á árinu. Hætt er við að enn hafi sigið á ógæfuhliðina síðan.