— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölskylda Gísla J. Ástþórssonar, blaðamanns, ritstjóra og teiknara með meiru, kom færandi hendi í Landsbókasafnið í Þjóðarbókhlöðunni í gær, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Gísla. Fékk safnið til varðveislu handrit úr fórum Gísla, frumteikningar og fleira, sem fylla nokkra kassa og öskjur

Fjölskylda Gísla J. Ástþórssonar, blaðamanns, ritstjóra og teiknara með meiru, kom færandi hendi í Landsbókasafnið í Þjóðarbókhlöðunni í gær, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Gísla. Fékk safnið til varðveislu handrit úr fórum Gísla, frumteikningar og fleira, sem fylla nokkra kassa og öskjur.

Á meðfylgjandi mynd undirrita fulltrúar fjölskyldunnar samning við Landsbókasafnið, og að baki þeim er Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður. Með pennana á lofti, f.v., eru Kristín Erla Boland, ekkja Hólmfríðar Gísladóttur, Ástþór Gíslason og Hrafnkell Gíslason.

Aðstandendur Gísla voru viðstaddir athöfnina, börn og barnabörn, alls um 15 manns. Ingibjörg landsbókavörður tók við gögnunum og þakkaði fjölskyldu Gísla fyrir framlagið til safnsins. Meðal gagnanna eru frumteikningar að Þankastriki og Siggu Viggu, hans helstu verkum.