Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti mikla athygli, jafnt í Bretlandi sem hér á landi. Honum var haldið í farbanni í Bretlandi í tæp tvö ár en svo kom í ljós fyrir helgi að lögreglan hafði ekkert í höndunum sem réttlætti það og losaði hann úr klónni.

Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti mikla athygli, jafnt í Bretlandi sem hér á landi. Honum var haldið í farbanni í Bretlandi í tæp tvö ár en svo kom í ljós fyrir helgi að lögreglan hafði ekkert í höndunum sem réttlætti það og losaði hann úr klónni.

Margir urðu eðlilega til að furða sig á þessu, meðal annars tveir þingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði á Facebook að svona ætti ekki að geta gerst og benti á að fólk teldist saklaust þar til sekt væri sönnuð. Og hann skrifaði: „Það er mikilvægt að réttarkerfið taki ásakanir föstum tökum en það er ómannúðlegt, bæði gagnvart ákærendum og sakborningum, að mál fái að dragast von úr viti. Ekki hvað síst þegar hinir grunuðu þurfa að þola mikla refsingu á meðan.“

Um þetta geta sjálfsagt flestir verið sammála og annar þingmaður, Björn Leví Gunnarsson, sem einnig tjáði sig á Facebook virtist í þeim hópi. En svo hóf sá að birta ítrekaðar uppfærslur við færslu sína þar sem hann dró í land vegna árása sem hann mátti þola.

Og hann endaði nánast með að halda því fram að sá sem var loks laus eftir allt sem á undan var gengið væri í raun hvorki laus né saklaus. Ætlar dómstóll götunnar, sem áður hét Gróa á Leiti, að halda áfram þrátt fyrir niðurstöðuna í Bretlandi? Jafnvel með aðstoð þingmanns?