— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarumhverfið er síbreytilegt og nýjar byggingar ásamt nýjum akvegum líta dagsins ljós hvert misseri. Flugvélastæði Reykjavíkurflugvallar teygja sig nú allt að Nauthólsvegi þar sem þau eiga nýjustu byggðina við Hlíðarenda vísa sem sína næstu nágranna

Borgarumhverfið er síbreytilegt og nýjar byggingar ásamt nýjum akvegum líta dagsins ljós hvert misseri. Flugvélastæði Reykjavíkurflugvallar teygja sig nú allt að Nauthólsvegi þar sem þau eiga nýjustu byggðina við Hlíðarenda vísa sem sína næstu nágranna.

Fyrstu drög að flugrekstri í Vatnsmýri voru gerð árið 1918 og Flugfélag Íslands stofnað árið eftir. Flugvöllur í núverandi mynd leit þó ekki dagsins ljós fyrr en breska hernámsliðið réðst í gerð hans um 1940 og er hann enn miðstöð innanlandsflugs. Þjónar hann um 400.000 farþegum ár hvert þótt deilt hafi verið um það á bæjarstjórnarfundi 1938 hvort heppilegt teldist að hafa flugvöll inni í miðjum bæ. Með svo skammt milli flugvélastæðis og næstu húsa mætti vel ímynda sér að lúnum flugmönnum byðist brátt aðstaða til að halla höfði í íbúð við Nauthólsveg og sjá færleik sinn út um gluggann.