Alþingi Ætti að fækka þingmönnum?
Alþingi Ætti að fækka þingmönnum? — Morgunblaðið/Ómar
Þegar spennutryllirinn „Vantraustið“ var sendur út sást vel hvað þröngt er um þingið og mesta spennan var hvort menn gætu skotið sér milli bekkja á leið í ræðustól. Talan 63 er varla heilög en hún hefur haldist býsna lengi

Þegar spennutryllirinn „Vantraustið“ var sendur út sást vel hvað þröngt er um þingið og mesta spennan var hvort menn gætu skotið sér milli bekkja á leið í ræðustól.

Talan 63 er varla heilög en hún hefur haldist býsna lengi.

E.t.v. ættum við og þingheimur að þakka að ekki hafi orðið fjölgun á en líklega er ekki pláss fyrir fleiri stóla.

Við höfum séð myndir frá erlendum þingum þar sem stóla mátti telja í þúsundum, en einn maður ræður.

Frá Þýskalandi fréttist að þar þyki stólarnir vera orðnir helst til margir, áttu að vera 598 en með alls konar uppbótarsætum og metralöngum atkvæðaseðlum komnir upp í 736.

Þar er nokkuð góð samstaða um minnst 100 sæta fækkun því Þjóðverjar eru hagsýnir.

Ef við fylgdum þeirra dæmi og færum í gömlu töluna 52 væri það svipuð prósentufækkun og hjá Þjóðverjum.

Afköstin myndu trúlega aukast í meira súrefni, þingmenn gætu dansað í ræðustólinn og ekki kæmist eins í hámæli hvað hver hvíslaði að næsta manni.

Og friðsældin myndi ríkja ein.

Sunnlendingur