Útskipti Stillur úr þáttunum sýna að Choe Ung-chol (neðri mynd) hefur verið skipt út fyrir Pak Jong-taek (efri mynd).
Útskipti Stillur úr þáttunum sýna að Choe Ung-chol (neðri mynd) hefur verið skipt út fyrir Pak Jong-taek (efri mynd).
Aðalpersónu vinsællar sjónvarpsþáttaraðar í N-Kóreu hefur óvænt verið skipt út. Samkvæmt frétt Politiken er um að ræða 26 ára gamla seríu, Flokksritari Daehongdans, sem sýnd er á ríkisrásinni KCTV og nýtur mikilla vinsælda þar í…

Aðalpersónu vinsællar sjónvarpsþáttaraðar í N-Kóreu hefur óvænt verið skipt út. Samkvæmt frétt Politiken er um að ræða 26 ára gamla seríu, Flokksritari Daehongdans, sem sýnd er á ríkisrásinni KCTV og nýtur mikilla vinsælda þar í landi. Með hjálp nútímatækni hefur leikaranum Choe Ung-chol verið skipt út fyrir Pak Jong-taek í aðalhlutverkinu sem Jang. Samkvæmt frétt s-kóreska netmiðilsins NK News bera útskiptin vott um góða tæknikunnáttu. „Við vitum ekki hvers vegna Choe Ung-chols hlaut þessi örlög. En það er ekki óvanalegt að fólki sem fellur í ónáð hjá ráðamönnum sé refsað með því að fjarlægja það af opinberum vettvangi,“ segir Yun Min-woo, prófessor, öryggisráðgjafi hjá leyniþjónustu S-Kóreu og sérfræðingur í málefnum N-Kóreu.

Stjórnvöld í N-Kóreu hafa enn ekki veitt neinar opinberar skýringar á hvarfi Choe Ung-chol, en talið er að hann hafi lent upp á kant við Kim-fjölskylduna sem öllu ræður í landinu. Það var Tatiana Gabroussenko, prófessor í n-kóreskum fræðum við Kóreu-háskóla sem fyrst vakti máls á útskipti leikarans. Hún bendir á að það sé ekkert nýnæmi að fólk sem fallið hafi í ónáð hjá Kim-fjölskyldunni sé fjarlægt af ljósmyndum, en að skipta út aðalleikara í heilli sjónvarpsþáttaröð sé til merkis um mikla tæknikunnáttu tæknifólks í N-Kóreu sem geti verið töluvert áhyggjuefni á tímum falsfrétta.