Land og líf, Stofnun landgæða og Fold eru hugmyndir sem Árni Bragason landgræðslustjóri setur fram í umsögn um frumvarp matvælaráðherra til laga um sameiningu Landgræðslu og Skógræktarinnar. Gengið hefur verið út frá því að stofnunin verði nefnd Land og skógur

Land og líf, Stofnun landgæða og Fold eru hugmyndir sem Árni Bragason landgræðslustjóri setur fram í umsögn um frumvarp matvælaráðherra til laga um sameiningu Landgræðslu og Skógræktarinnar. Gengið hefur verið út frá því að stofnunin verði nefnd Land og skógur. Árni telur hins vegar að það nafn sé „hvorki sérstaklega þjált né heldur er auðvelt að átta sig á tengingu við verkefni og heiti eldri stofnana,“ eins og segir í umsögninni. Því megi skoða aðra nafnkosti.

Í umsögn Árna Bragasonar er tiltekið enn fremur að ef sameining tveggja fyrrgreindra stofnana eigi að heppnast þurfi leiðsögn í málaflokknum að vera skýr. Þó stofnanirnar eigi margt sameiginlegt séu líka ákveðnir hlutir sem greina þær að, t.d. geta viðfangsefnin ræktun nytjaskóga og verndun vistkerfa stangast á.

Út um land er horft til tækifæra sem sameinuð stofnun getur skapað í héraði, sbr. umsagnir Skagafjarðar, Rangárþings ytra og skógarbænda á Austurlandi.