Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í norskt skip á föstudagsmorgun. Skipið var staðið að veiðum á bannsvæði gegnum fjareftirlitskerfi Gæslunnar aðfaranótt föstudags

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Tómas Arnar Þorláksson

Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í norskt skip á föstudagsmorgun. Skipið var staðið að veiðum á bannsvæði gegnum fjareftirlitskerfi Gæslunnar aðfaranótt föstudags. Höfðu varðstjórar í stjórnstöð samband við vakthafandi skipstjórnarmann er þeir urðu skipsins varir og viðurkenndi sá að skipið væri við veiðar. „Svona mál enda yfirleitt með sektum. Þá er það skipstjórinn sem er sektaður. Það fer sinn vanagang í dómskerfinu. Sektirnar geta hlaupið á hundruðum þúsunda eða milljónum í alvarlegustu tilfellunum,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is um helgina.

Eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu Landhelgisgæslunnar var rætt við áhöfn skipsins og farið yfir afladagbók þess og veiðarfæri.

Höf.: Sonja Sif Þórólfsdóttir