Kópavogur Breiðablik hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Kópavogur Breiðablik hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. — Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum á komandi keppnistímabili í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í höfuðstöðvum Sýnar á…

Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum á komandi keppnistímabili í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í höfuðstöðvum Sýnar á Suðurlandsbraut í gær en Breiðablik endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Athygli vekur að Val, ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum, er spáð þriðja sætinu í spánni en Valskonur hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö tímabil. Þá er Keflavík og nýliðum Tindastóls spáð falli úr deildinni en FH, sem er einnig nýliði, er spáð áttunda sætinu.

Litlu munar á Stjörnunni, sem spáð er öðru sætinu, og Breiðabliki en Blikar fengu 242 stig í spánni á meðan Stjarnan fékk 238 stig. Valur fékk 216 stig í þriðja sætinu og Þróttur úr Reykjavík fékk 198 stig í því fjórða. Þór/KA fékk 154 stig í fimmta sætinu, Selfoss 145 stig í því sjötta, ÍBV 106 stig í sjöunda, FH 75 stig í áttunda, Keflavík 60 stig í níunda og Tindastóll 51 stig í tíunda.