Bjarni Thor Kristinsson
Bjarni Thor Kristinsson
Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari verða með opna æfingu í Tónlistarskóla Garðabæjar í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 þar sem þau flytja Vetrarferð Schuberts

Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari verða með opna æfingu í Tónlistarskóla Garðabæjar í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 þar sem þau flytja Vetrarferð Schuberts.

„Er ljóðmælandinn í Vetrarferð Schuberts að segja allan sannleikann? Ástríður Alda og Bjarni Thor eru að undirbúa flutning á þessum stórkostlega ljóðaflokki og eru að velta ýmsum spurningum fyrir sér. Þau verða með opna æfingu í Tónlistarskóla Garðabæjar og ætla að segja frá hugmyndum sínum varðandi ljóðaflokkinn en þau stefna á að setja verkið á svið næsta vetur,“ segir í viðburðarlýsingu frá skipuleggjendum. Aðgangur er ókeypis.