Trúverðug Verðlaunamynd Borisar Eldagsen var búin til með gervigreind.
Trúverðug Verðlaunamynd Borisar Eldagsen var búin til með gervigreind. — Ljósmynd/Boris Eldagsen
Þýski listamaðurinn Boris Eldagsen vann í síðustu viku til fyrstu verðlauna í opnum flokki hinna virtu Sony World Photo­graphy-verðlauna, en tilkynnti strax að hann hygðist ekki veita verðlaununum viðtöku þar sem myndin hefði verið búin til með hjálp gervigreindar

Þýski listamaðurinn Boris Eldagsen vann í síðustu viku til fyrstu verðlauna í opnum flokki hinna virtu Sony World Photo­graphy-verðlauna, en tilkynnti strax að hann hygðist ekki veita verðlaununum viðtöku þar sem myndin hefði verið búin til með hjálp gervigreindar. Ljósmyndin, sem nefnist „Pseudomnesia: The Electrician“, er svart/hvít mynd af tveimur konum sem virðast tilheyra hvor sinni kynslóðinni.

Samkvæmt frétt BBC segist Eldagsen hafa notað myndina til að láta reyna á keppnina og skapa umræðu um framtíð ljósmyndunar. „Við í ljósmyndaheiminum þurfum opna umræðu um hvað ljósmyndun er. Er ljósmyndaregnhlífin nógu stór til að fanga líka myndir frá gervigreind, eða væri slíkt mistök? Með því að hafna þessum verðlaunum vona ég að samtalið eigi sér stað fyrr en ella,“ segir Eldagsen í yfirlýsingu og leggur til að verðlaunaféð, sem hann átti að fá, verði í staðinn nýtt til að standa fyrir ljósmyndahátíð í Odessa í Úkraínu.