Dreifbýli, þéttbýli? Þar liggur efinn.
Dreifbýli, þéttbýli? Þar liggur efinn. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumir trúa því að fámenni þjóðarinnar sé fjötur um fót og róa öllum árum að því að fjölga íbúum sem mest, sama hver kostnaðurinn sé. Þó er engin praktísk reynsla fyrir því hvað landið þolir, hver ítala mannfjölda sé í raun, þannig að ekki gangi á landsins gæði

Sumir trúa því að fámenni þjóðarinnar sé fjötur um fót og róa öllum árum að því að fjölga íbúum sem mest, sama hver kostnaðurinn sé.

Þó er engin praktísk reynsla fyrir því hvað landið þolir, hver ítala mannfjölda sé í raun, þannig að ekki gangi á landsins gæði.

Þegar vesturfarirnar gengu yfir seint á nítjándu öld vænkaðist hagur þeirra sem eftir voru þegar fimmtungur var farinn. Nú erum við búin að bæta fimmtungi við eðlilega fjölgun.

Við höfum reiknað ítölu fyrir beitarþol lands fyrir búfé en við rennum blint í sjóinn með hvaða áhrif mikil fólksfjölgun hefur á hagsæld fólks.

Það er ekki eins og allir komi hingað fullmenntaðir og með hagnýta starfsreynslu sem nýtist strax í bullandi hagvexti, en því halda margir fram.

Það er dýrt mennta- og félagskerfið sem reynt er að halda uppi fyrir aðflutta svo ekki hallist á.

Ekki viljum við að hér myndist undirstétt sem sitji í lakari kjörum og fátækt.

Þá mætti með réttu tala um jaðarsetta.

Sunnlendingur