Karl Ágúst Matthíasson
Karl Ágúst Matthíasson — Morgunblaðið/Aðsend
Karl Ágúst Matthíasson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins DTE. Karl er einn af stofnendum fyrirtækisins og hefur áður verið framkvæmdastjóri þess, auk þess að hafa verið fjármálastjóri, rekstrarstjóri og setið í stjórn fyrirtækisins

Karl Ágúst Matthíasson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins DTE. Karl er einn af stofnendum fyrirtækisins og hefur áður verið framkvæmdastjóri þess, auk þess að hafa verið fjármálastjóri, rekstrarstjóri og setið í stjórn fyrirtækisins.

„Karl hefur sinnt mikilvægu hlutverki í að skapa fyrirtækinu sérstöðu innan álframleiðslugeirans. Hann tekur við af Diego Areces sem mun halda áfram sem ráðgjafi innan stjórnar DTE,“ segir Árni Blöndal stjórnarmaður DTE í tilkynningu en DTE stefnir á að umbylta málmframleiðslu í heiminum með lausnum sínum.