Stemning Sölvi, Magnús og Hilmar.
Stemning Sölvi, Magnús og Hilmar.
Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson, gítarleikarinn Hilmar Jensson og trommuleikarinn Magnús Trygvason Elíassen koma fram á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl

Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson, gítarleikarinn Hilmar Jensson og trommuleikarinn Magnús Trygvason Elíassen koma fram á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. „Sölvi og Magnús hafa spilað saman sem dúó frá árinu 2015. Þeir hafa gefið út eina plötu og haldið fjölda tónleika á Íslandi og víðar. Þeir komu fyrst fram sem tríó með gíarleikaranum Hilmari Jenssyni á Djasshátíð Reykjavíkur 2020. Tónleikarnir vöktu mikla lukku og tríóið hefur síðan haldið tvenna tónleika í Mengi. Fram að þessu hafa bæði tríóið og dúóið einbeitt sér að djassstandördum en á þessum tónleikum mun tríóið hins vegar flytja nýtt frumsamið efni. Þeir stefna á að fara með efnið í hljóðver seinna á árinu,“ segir í tilkynningu. Miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is.