Árborg Sveitarfélagið glímir nú við mikinn fjárhagsvanda.
Árborg Sveitarfélagið glímir nú við mikinn fjárhagsvanda. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveit­ar­fé­lagið Árborg sagði í gær upp ráðning­ar­samn­ing­um við 57 starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins um leið og til­kynnt var um 5% launa­lækk­un æðstu stjórn­enda, bæj­ar­stjóra og sviðsstjóra. Þetta kom fram á vef sveit­ar­fé­lags­ins

Sveit­ar­fé­lagið Árborg sagði í gær upp ráðning­ar­samn­ing­um við 57 starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins um leið og til­kynnt var um 5% launa­lækk­un æðstu stjórn­enda, bæj­ar­stjóra og sviðsstjóra.

Þetta kom fram á vef sveit­ar­fé­lags­ins. Seg­ir þar að þess­ar aðgerðir séu liður í hagræðingu í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins sem gripið sé til vegna erfiðrar fjár­hags­stöðu sem kynnt var íbú­um í síðustu viku. Alls starfa í dag um 1.047 manns í 827 stöðugild­um hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg og þær aðgerðir sem nú hef­ur verið gripið til snerta öll rekstr­ar­svið bæj­ar­ins og hafa áhrif á um 100 starfs­menn. Upp­sagn­ar­frest­ur starfs­manna er sam­kvæmt samn­ing­um á bil­inu þrír til sex mánuðir.

Á vef Árborg­ar seg­ir, að nán­ari upp­lýs­ing­ar um áhrif upp­sagn­anna á starf­semi og þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins verði kynnt­ar síðar, en á þess­um tíma­punkti ætli stjórn­end­ur sveit­ar­fé­lags­ins ekki að tjá sig frek­ar um málið.

Fram kom á íbúafundi í Árborg í síðustu viku, í máli Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra, að uppsagnir væru óhjákvæmilegar.

„Ég get ekki sagt hvort og hverj­ir það verða en í svona aðstæðum er það óhjá­kvæmi­legt. Það verða ein­hverj­ar upp­sagn­ir,“ svaraði Fjóla á íbúafundinum við spurn­ingu fund­ar­manns um upp­sagn­ir.