Ölfusá Væntanlegt mannvirki á tölvugerðri mynd. Verði tilbúið eftir þrjú ár.
Ölfusá Væntanlegt mannvirki á tölvugerðri mynd. Verði tilbúið eftir þrjú ár. — Tölvumynd/Studio Grandi
Tilboð frá fimm fyrirtækjum bárust í samkeppnisútboði Vegagerðar vegna byggingar nýrrar Ölfusárbrúar. Þrjú tilboð bárust frá erlendum fyrirtækjum, í Þýskalandi, Spáni og Japan. Ístak og danska fyrirtækið Per Aarsleff A/S – Freyssinet Int

Tilboð frá fimm fyrirtækjum bárust í samkeppnisútboði Vegagerðar vegna byggingar nýrrar Ölfusárbrúar. Þrjú tilboð bárust frá erlendum fyrirtækjum, í Þýskalandi, Spáni og Japan. Ístak og danska fyrirtækið Per Aarsleff A/S – Freyssinet Int. stóðu saman að tilboði en ÞG-verktakar stóðu einir að sínu.

Að fengnum tilboðunum verður boðið til þátttöku þeim fyrirtækjum sem metin verða hæf. Vænst er að gengið verði frá samningum síðar á árinu. Í kjölfarið hefjist framkvæmdir sem á að ljúka árið 2026.

Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri tilboð frá þremur erlendum verktakafyrirtækjum mjög áhugaverð og verði skoðuð nánar. sbs@mbl.is