Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, setur Bókmenntahátíð í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag, miðvikudag, kl. 18. Í framhaldinu flytur ástralski rithöfundurinn Hannah Kent opnunarávarp þar sem hún fjallar um tengingu íslenskra sagna við umheiminn

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, setur Bókmenntahátíð í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag, miðvikudag, kl. 18. Í framhaldinu flytur ástralski rithöfundurinn Hannah Kent opnunarávarp þar sem hún fjallar um tengingu íslenskra sagna við umheiminn. Kent var skiptinemi á Íslandi sem unglingur og veitti sú reynsla henni innblásturinn að bókinni Náðarstund, sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi. Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir leikur síðan vel valda tóna. Viðburðurinn fer fram á ensku.