Tindastóll Sofie Dall Henriksen í leik með Aftureldingu árið 2021.
Tindastóll Sofie Dall Henriksen í leik með Aftureldingu árið 2021. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu hefur samið við danska miðjumanninn Sofie Dall Henriksen um að leika með liðinu á komandi tímabili. Henriksen, sem er 25 ára, hefur áður leikið hér á landi, með Aftureldingu í næstefstu deild sumarið 2021, en þá hafnaði liðið í öðru sæti deildarinnar

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu hefur samið við danska miðjumanninn Sofie Dall Henriksen um að leika með liðinu á komandi tímabili. Henriksen, sem er 25 ára, hefur áður leikið hér á landi, með Aftureldingu í næstefstu deild sumarið 2021, en þá hafnaði liðið í öðru sæti deildarinnar. Henriksen fær leikheimild í dag og verður því klár í slaginn með Stólunum gegn Keflavík á Sauðárkróki á þriðjudaginn í 1. umferðinni.