— Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Barnamenningarhátíð verður haldin hátíðleg víða um land á næstu dögum. Það var kátt á hjalla í Hörpu í gærmorgun þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti hátíðina í Reykjavíkurborg. Mörg hundruð börn voru þar saman komin til að fylgjast með en gestum var m.a

Barnamenningarhátíð verður haldin hátíðleg víða um land á næstu dögum. Það var kátt á hjalla í Hörpu í gærmorgun þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti hátíðina í Reykjavíkurborg. Mörg hundruð börn voru þar saman komin til að fylgjast með en gestum var m.a. skemmt með trommuleik, sirkuslistum, leikþætti og tónlist sem var sérsamin í tilefni hátíðarinnar. Lag hátíðarinnar heitir Kæri heimur og er samið af Vigdísi Hafliðadóttur og Ragnhildi Veigarsdóttur úr hljómsveitinni Flott. Viðburðir vegna hátíðarinnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Stendur áhugasömum meðal annars til boða að sækja listasýningar, sirkussýningar, bókaupplestur, ratleiki og sundlaugardiskó.