Edda varð fyrir valinu sem nafn á Hús íslenskunnar. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, á formlegri vígsluathöfn í gær. Yfir 1.500 tillögur bárust í nafnasamkeppni almennings frá 3.400 þátttakendum. Húsið verður opið almenningi í dag, en það er ætlað sem miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu og bókmenntum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti opnunarávarp og sagði handrit, sem varðveitt verða í húsinu, eina helstu stoð menningararfs Íslands. Lilja Dögg sagði það mikil tíðindi að handritin verði nú til sýningar í húsinu í stað þess að safna ryki í geymslu. Þá sagði hún samningagerð standa yfir um þessar mundir um lán á tólf íslenskum handritum, sem enn eru í eigu danska ríkisins. Lánið yrði til minnst sjö ára og verða handritin sett upp á sýningu í Edduhúsi á næsta ári. » 76