Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er eftirsóttur á Ítalíu, en hann hefur leikið vel með Genoa í B-deildinni þar í landi á þessari leiktíð. Vefmiðillinn Sportal.eu greinir frá að félög á borð við Fiorentina og Sassuolo horfi til…
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er eftirsóttur á Ítalíu, en hann hefur leikið vel með Genoa í B-deildinni þar í landi á þessari leiktíð. Vefmiðillinn Sportal.eu greinir frá að félög á borð við Fiorentina og Sassuolo horfi til Alberts, sem hefur skorað átta mörk í B-deildinni á leiktíðinni og ellefu mörk í öllum keppnum. Þá hefur hann lagt upp fimm til viðbótar. Genoa er sagt vilja fá 10 milljónir evra fyrir Albert.