Umsögn Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri VÍ.
Umsögn Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri VÍ.
Viðskiptaráð Íslands (VÍ) telur tilefni til töluvert kraftmeiri aðhaldsaðgerða á útgjaldahlið ríkissjóðs en boðaðar eru í framlagðri fjármálaáætlun. Í umsögn ráðsins segir að heildarútgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði…

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) telur tilefni til töluvert kraftmeiri aðhaldsaðgerða á útgjaldahlið ríkissjóðs en boðaðar eru í framlagðri fjármálaáætlun. Í umsögn ráðsins segir að heildarútgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði hærri á áætlunartímabilinu en árin fyrir faraldur, og telur ráðið að mikið svigrúm sé til staðar til enn frekari aðgerða.

VÍ bendir á að heildarútgjöld muni vaxa um 13% á föstu verðlagi frá 2019 til ársins 2023. Að teknu tilliti til íbúafjölgunar nemur útgjaldavöxturinn því um 6%. Jafnframt er bent á það í umsögninni að tekjur ríkissjóðs komi til með að aukast um 4% á sama tímabili. Þannig er fyrirséð misræmi í tekjuöflun og útgjöldum, sem gerir ríkisreksturinn ósjálfbærari.

VÍ telur að draga þurfi úr umsvifum hins opinbera á vinnumarkaði og halda aftur af launaþróun opinberra starfsmanna. Að öðrum kosti raskist verðstöðugleiki enn frekar. VÍ bendir á skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kom út sl. sumar. Þar benti sjóðurinn á að launakostnaður hins opinbera á Íslandi sé mun hærri en í öðrum þróuðum ríkjum og þar gætu legið talsverð tækifæri til sparnaðar. blo@mbl.is