List Þórey Eyþórsdóttir situr löngum stundum við vefstólinn og skapar.
List Þórey Eyþórsdóttir situr löngum stundum við vefstólinn og skapar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Textíllinn er róandi, það hefur góð áhrif á mig að vinna með íslenska ull,“ segir Þórey Eyþórsdóttir listakona sem opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Vest á Hagamel 67 í dag, sumardaginn fyrsta, klukkan 16

„Textíllinn er róandi, það hefur góð áhrif á mig að vinna með íslenska ull,“ segir Þórey Eyþórsdóttir listakona sem opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Vest á Hagamel 67 í dag, sumardaginn fyrsta, klukkan 16. Á sýningunni eru aðallega textílverk. Þórey segir að þau taki sitt pláss en hún hafi ákveðið að bæta við þremur málverkum.

„Ég hef lifað fjölbreyttu lífi og við höfum búið víða um heim,“ segir Þórey. Hún og Kristján Baldursson maður hennar bjuggu lengi í Noregi en hafa einnig dvalið og starfað í Bandaríkjunum og á Spáni. Þau bjuggu einnig á Norðurlandi þar sem Þórey rak gallerí í Gilinu og kaffihús á Hjalteyri. Þórey hefur rekið Gallerí Vest í tæpan áratug og er þar með vinnustofu.

Hún er talmeina- og sálfræðingur og hefur unnið við það ásamt listsköpuninni.