Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem er nýlokið í Hörpu en mótið var m.a. styrkt af Kviku eignastýringu og Brimi. Króatíski stórmeistarinn Leon Livaic (2.569) hafði hvítt gegn Sharma Isha (2.197) frá Indlandi. 51. d6+! Kd8 svartur hefði líka tapað eftir 51. ... Kxd6 52. Dd5+ Ke7 53. De6+ Kd8 54. Dxf6+. 52. dxc7+ Dxc7 53. Dd5+ Kc8 54. De6+ Dd7 55. Dxf6 hvítur er núna peði yfir og með unnið tafl. 55. ... Dd4+ 56. Ke2 Bd7 57. Dh8+ Kc7 58. Dxh5 Ba4 59. Dg5 Da1 60. De3 Kb6 61. Kf2 Dh1 62. Kg3 Dd1 63. Rf3 Dd6 64. Dc3 Df8 65. Dxe5 Dg8+ 66. Kf4 Dxc4 67. Dd6+ Ka5 68. f6 Bb3 69. Rd2 Dc1 70. Dxc5+ og svartur gafst upp. Áttunda skák heimsmeistaraeinvígisins í opnum flokki á milli Ians Nepomniachtchis og Direns Lings fer fram í dag en einvígið er haldið í Astana í Kasakstan, sjá nánari upplýsingar um gang mála á skak.is.