— AFP/Timothy A. Clary
Eftir 35 ár með 13.981 sýningu og sjö Tony-verðlaunum söng Óperudraugurinn eftir Andrew Lloyd Webber sitt síðasta á lokasýningu í Majestic-leikhúsinu í New York um helgina. Með titilhlutverkið á lokasýningunni fór Laird Mackintosh

Eftir 35 ár með 13.981 sýningu og sjö Tony-verðlaunum söng Óperudraugurinn eftir Andrew Lloyd Webber sitt síðasta á lokasýningu í Majestic-leikhúsinu í New York um helgina. Með titilhlutverkið á lokasýningunni fór Laird Mackintosh. Óperudraugurinn er sá söngleikur sem sýndur hefur verið í lengstan tíma á Broadway. Samkvæmt frétt BBC má rekja sýningarlokin til heimsfaraldursins sem hafði neikvæð áhrif á rekstur leikhússins. Fyrst þurfti að loka leikhúsinu í 18 mánuði og þegar sýna mátti á ný jókst sýningarkostnaður um 15% vegna samkomutakmarkana. Á sama tíma hrapaði miðasalan, ekki síst þar sem menningarferðafólki fækkaði. Í tengslum við lokasýninguna heiðraði Eric Adams, borgarstjóri New York, tónskáldið Webber með því að afhenda honum lykil að borginni við hátíðlega athöfn í leikhúsinu.