Magnús Jóhann
Magnús Jóhann
Píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann býður til tónlistarveislu í Mengi 20.-23. apríl kl. 20 öll kvöld. Hann hyggst flytja efni af öllum hljómplötum sínum með mismunandi flytjendum hvert kvöldið

Píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann býður til tónlistarveislu í Mengi 20.-23. apríl kl. 20 öll kvöld. Hann hyggst flytja efni af öllum hljómplötum sínum með mismunandi flytjendum hvert kvöldið. Ásamt Magnúsi koma fram Magnús Trygvason Eliassen, Skúli Sverrisson, Tumi Árnason og strengjakvartett. Í kvöld flytur hann Without Listening; annað kvöld plötuna Án tillits sem hann gaf út ásamt Skúla og á laugardag er komið að Uglum, sem hann samdi við kvikmynd Teits Magnússonar, og Rofnar, sem er væntanleg sólóplata Magnúsar. Tónleikasyrpunni lýkur á sunnudag þar sem Magnús verður einn við flygilinn. Miðar fást á tix.is.