Leikhús Jördís Richter á sviði í Tjarnarbíói.
Leikhús Jördís Richter á sviði í Tjarnarbíói.
Nú halda aðeins tveir miðlar úti reglulegri menningarumfjöllun, og þeir þurfa að vanda sig. Þar er athygli vakin á menningarlífinu, en í gagnrýni eru hafrarnir skildir frá sauðunum, í henni felast neytendafréttir (og geta verið fyrirtaksskemmtun)

Andrés Magnússon

Nú halda aðeins tveir miðlar úti reglulegri menningarumfjöllun, og þeir þurfa að vanda sig. Þar er athygli vakin á menningarlífinu, en í gagnrýni eru hafrarnir skildir frá sauðunum, í henni felast neytendafréttir (og geta verið fyrirtaksskemmtun). Þar á listin að vera í öndvegi, ekki sá sem um fjallar.

Í Víðsjá á Rás 1 var í fyrri viku fluttur dómur Nínu Hjálmarsdóttur um leikritið Djöfulsins snillinga eftir Ewu Marcinek og Pálínu Jónsdóttur, sem veitir innsýn í Ísland með augum innflytjenda. Nína var ekki hrifin. Raunar svo dómhörð að hlustanda fyrirgafst að halda að eitthvað persónulegt byggi að baki. Sem má vel vera, hún hefur stofnað leikhóp og „fókuserað á ímynd Íslands, hvítleika norðursins og performatísk skrif,“ eins og hún sjálf segir.

En í dómnum var lítið fjallað um sýninguna; meira um baksviðið með framandi orðavaðli um „hvítleika“, „júníversalisma“, að „exótísera í blætisdýrkun“ og „forréttindablindu“.

Pólitískar nótur geta vel átt við í listgagnrýni, en þarna voru skoðanir gagnrýnandans orðnar „júniversal“ viðmið. Gagnrýnin um það bil sú, að stykkið væri vonlaust af því að gagnrýnandinn hefði í hugskoti sínu skrifað annað stykki og betra. Hlustendur eiga betra skilið.

Höf.: Andrés Magnússon