Garðabær Joey Gibbs sóknarmaður Stjörnunnar og Sigurður Arnar Magnússon varnarmaður ÍBV í bikarslag liðanna í gær.
Garðabær Joey Gibbs sóknarmaður Stjörnunnar og Sigurður Arnar Magnússon varnarmaður ÍBV í bikarslag liðanna í gær. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
ÍBV varð í gærkvöld fyrsta lið Bestu deildar karla til að falla út úr bikarkeppninni í ár. Eyjamenn sóttu Stjörnuna heim í eina Bestudeildarslag 32-liða úrslitanna og Garðbæingar sigruðu eftir mikla dramatík og framlengingu, 1:0

ÍBV varð í gærkvöld fyrsta lið Bestu deildar karla til að falla út úr bikarkeppninni í ár. Eyjamenn sóttu Stjörnuna heim í eina Bestudeildarslag 32-liða úrslitanna og Garðbæingar sigruðu eftir mikla dramatík og framlengingu, 1:0.

Sindri Þór Ingimarsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma framlengingar.

Pætur Petersen og Dusan Brkovic skoruðu tvö mörk hvor og Sveinn Margeir Hauksson eitt fyrir KA sem vann 4. deildarlið Uppsveita úr Árnessýslu, 5:0, á Akureyri.

Omar Sowe tryggði Leikni úr Reykjavík sigur á Selfossi í fyrstudeildarslag en hann skoraði sigurmarkið í Breiðholtinu á 89. mínútu.

Breiðablik vann Fjölni 2:0 í Egilshöll þar sem Oliver Sigurjónsson og Ágúst Orri Þorsteinsson skoruðu.

KR vann Þrótt úr Vogum, 3:0, í Vesturbænum. Kennie Chopart og Olav Öby skoruðu auk sjálfsmarks gestanna.

Öðrum leikjum gærkvöldsins var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.