110 Óðinn Þór Ríkharðsson hefur leikið mjög vel með Kadetten.
110 Óðinn Þór Ríkharðsson hefur leikið mjög vel með Kadetten. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óðinn Þór Ríkharðsson er markahæstur allra í Evrópudeildinni í handbolta, með 110 mörk, nú þegar átta liða úrslitunum er lokið. Hornamaðurinn hefur farið á kostum með svissneska liðinu Kadetten í keppninni, en liðið er úr leik eftir naumt tap fyrir Füchse Berlin í átta liða úrslitum

Óðinn Þór Ríkharðsson er markahæstur allra í Evrópudeildinni í handbolta, með 110 mörk, nú þegar átta liða úrslitunum er lokið. Hornamaðurinn hefur farið á kostum með svissneska liðinu Kadetten í keppninni, en liðið er úr leik eftir naumt tap fyrir Füchse Berlin í átta liða úrslitum. Óðinn skoraði 15 mörk í fyrri leiknum gegn Füchse og sex í þeim síðari. Arnór Snær Óskarsson er 19. markahæstur í keppninni með 65 mörk fyrir Val.