Heimur nefnist sýning sem Jón Thor Gíslason opnaði í Gallerí Gróttu í gær. „Þar sýnir listamaðurinn nokkur verka sinna, málverk og teikningar. Viðfangsefnið er manneskjan sem sjálfsvera og sú firring sem lengi hefur átt sér stað gagnvart henni sem slíkri. Á sýningunni er mælt með að nálgast verkin á líkamlegan, sjónrænan hátt, „en þannig höfum við möguleika á því að upplifa listaverkið milliliðalaust sem persónubundna reynslu sem á sér stað, ef svo má segja, áður en við erum byrjuð að velta verkinu meðvitað fyrir okkur“, segir í tilkynningu.
Jón Thor lauk námi frá Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart 1994. Sýningin stendur til 13. maí. Opið virka daga frá 10-18.30, föstudaga 10-17 og laugardaga 11-14.
Opið eftirfarandi helgar: 29. og 30. apríl og 6., 7. og 13. maí kl. 14-18. Eftir kl. 14 um helgar er gengið inn frá Eiðistorgi.