Andrésarleikarnir voru settir á Akureyri í gærkvöldi þegar keppendur, sem eru yfir 800, á aldrinum 4-15 ára, gengu fylktu liði í veðurblíðu frá Lundarskóla að Íþróttahöllinni þar sem setningarahöfnin fór fram.
Keppt er í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu og einnig er keppt á snjóbrettum. Þá er keppt í svokölluðum stjörnuflokki fatlaðra eða hreyfihamlaðra íþróttamanna.
Í dag, föstudag og laugardag er keppt í öllum greinum, auk þess sem yngri þátttakendur fara í leikjabrautir. Kvöldvökur og verðlaunaafhendingar í Íþróttahöllinni eru í lok hvers keppnisdags.
Mótshaldarar segja að aðstæður í Hlíðarfjalli séu með góðu móti og snjómagn í meðallagi.