Miðbakkinn Það vekur ætíð gleði fólks þegar Minør er komin á sinn stað.
Miðbakkinn Það vekur ætíð gleði fólks þegar Minør er komin á sinn stað. — Morgunblaðið/sisi
Eimreiðin Minør er komin á sinn stað á Miðbakka Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Segja má að sumarið sé komið við höfnina þegar starfsmenn Faxaflóahafna sækja eimreiðina í geymslu og koma henni fyrir á sínum stað

Eimreiðin Minør er komin á sinn stað á Miðbakka Gömlu hafnarinnar í Reykjavík.

Segja má að sumarið sé komið við höfnina þegar starfsmenn Faxaflóahafna sækja eimreiðina í geymslu og koma henni fyrir á sínum stað. Þeir hafa notað veturinn til að dytta að Minør. Eimreiðin mun standa á Miðbakka til sumarloka, börnum og fullorðnum til gleði og ánægju.

Nú eru 106 ár liðin síðan eimreiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð Gömlu hafnarinnar, sem var geysimikil framkvæmd á sínum tíma. Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafnargerðarinnar. Járnbraut var lögð frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn og síðar einnig frá Skólavörðuholtinu. Þar var tekið grjót sem sett var á vagna sem eimreiðarnar drógu niður að höfn. Eimreiðin Minør er í vörslu Faxaflóahafna en eimreiðin Pioner er varðveitt á Árbæjarsafni. sisi@mbl.is