Sólrún Kristjánsdóttir
Sólrún Kristjánsdóttir
Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna og dr. Bjarni Pálsson hafa verið kosin í stjórn Alþjóðajarðhitasambandsins, IGA (International Geothermal Association). Þau voru einu Íslendingarnir sem voru í framboði til stjórnar IGA og munu sitja í henni næstu þrjú árin

Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna og dr. Bjarni Pálsson hafa verið kosin í stjórn Alþjóðajarðhitasambandsins, IGA (International Geothermal Association). Þau voru einu Íslendingarnir sem voru í framboði til stjórnar IGA og munu sitja í henni næstu þrjú árin. IGA hefur það að markmiði að efla þekkingu á jarðhita og stuðla að hagkvæmri jarðhitanýtingu um allan heim. Sambandið styður m.a. við rannsóknir og þróun á jarðhitanýtingu með því að efla samskipti og samvinnu sérfræðinga og stofnana.