Wilson Mengunarvarnargirðingu var komið fyrir í kringum skipið í gær.
Wilson Mengunarvarnargirðingu var komið fyrir í kringum skipið í gær. — Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ekki verður hægt að losa flutn­ingaskipið Wil­son Skaw af strandstað á Húna­flóa fyrr en það hefur verið affermt en skipið sit­ur á 50 metra kafla á botn­inum. Það eru tæp­lega tvö þúsund tonn af salti um borð og 195 tonn af olíu

Ólafur Pálsson

oap@mbl.is

Ekki verður hægt að losa flutn­ingaskipið Wil­son Skaw af strandstað á Húna­flóa fyrr en það hefur verið affermt en skipið sit­ur á 50 metra kafla á botn­inum. Það eru tæp­lega tvö þúsund tonn af salti um borð og 195 tonn af olíu. „Við met­um stöðuna þannig að ekki sé hægt að hreyfa skipið fyrr en þessi farm­ur er far­inn frá borði,“ seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Hann seg­ir það lán í óláni að veðuraðstæður séu eins góðar og raun ber vitni. Von­ast er til að ábyrgðaraðili skipsins nýti sér þá daga sem nú gef­ast til að finna leiðir til að af­ferma en Land­helg­is­gæsl­an verður enn til staðar til að grípa inn í ef nauðsyn ber til. Ekki hef­ur greinst olíuleki úr skip­inu en í varúðarskyni hefur mengunarvarn­argirðingu verið komið fyrir í kring­um það. Garðar Jóhannsson hjá Nesskipum, þjónustuaðila skipsins hér á landi, segir full­trú­a björg­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins SMIT Sal­vage hafa komið til lands­ins í gær og skipuleggi nú aðgerðir. Garðar seg­ir aðgerðaráætl­un SMIT inni­halda út­reikn­inga og mat á því hvort og hvernig best verði staðið að af­ferm­ingu skips­ins og þá hvernig það verður losað af strandstað. Áætl­un­in verður lögð fyr­ir viðbragðsaðila og eft­ir­lits­stofn­an­ir þegar hún ligg­ur fyr­ir en búast má við því að svo verði strax í dag.

Höf.: Ólafur Pálsson