Ísland verður í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni í átta liða lokakeppni Evrópumóts U19 ára landsliða karla í fótbolta sem fer fram á Möltu í sumar. Ísland hefur aldrei áður náð svona langt í þessum aldursflokki karla
Ísland verður í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni í átta liða lokakeppni Evrópumóts U19 ára landsliða karla í fótbolta sem fer fram á Möltu í sumar. Ísland hefur aldrei áður náð svona langt í þessum aldursflokki karla. Leikirnir í riðlakeppninni fara fram 4., 7. og 10. júlí. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit sem verða leikin 13. júlí og síðan er úrslitaleikur 16. júlí. Malta, Portúgal, Pólland og Ítalía eru í hinum riðlinum.