Garðabær Margmiðlunarsýning á Hofsstöðum með leiðsögn.
Garðabær Margmiðlunarsýning á Hofsstöðum með leiðsögn. — Ljósmynd/Garðabær
Barnamenningarhátíð fer víðar fram en í Reykjavík. Garðabær og Kópavogur láta sitt ekki eftir liggja. Í Garðabæ lýkur nk. laugardag dagskrá, sem samanstendur af viðburðum er skólabörn fengu að taka þátt í vikunni, en 40 mismunandi smiðjur voru í boði fyrir skólahópa

Barnamenningarhátíð fer víðar fram en í Reykjavík. Garðabær og Kópavogur láta sitt ekki eftir liggja. Í Garðabæ lýkur nk. laugardag dagskrá, sem samanstendur af viðburðum er skólabörn fengu að taka þátt í vikunni, en 40 mismunandi smiðjur voru í boði fyrir skólahópa.

Á Hönnunarsafni Íslands fer fram fígúrusmiðja frá kl. 13-15 en einnig er hægt að skoða sýninguna Heimurinn heima á Pallinum. Á Bókasafni Garðabæjar verður hægt að föndra úr afskrifuðum bókum, svo dæmi séu tekin.

Í Kópavogi stendur hátíðin einnig fram á laugardag, með fjölbreyttum sýningum, smiðjum og uppákomum í menningarhúsum bæjarins og Smáralind.