— AFP/Wojtek Radwanski
Pólverjar minntust þess í gær að 80 ár voru frá upphafi uppreisnar gyðinga í gettóinu í Varsjá gegn nasistum, en áætlað er að rúmlega 13.000 gyðingar hafi fallið í uppreisninni. Var atburðanna minnst með ýmsum hætti og lagði fólk liljur til…

Pólverjar minntust þess í gær að 80 ár voru frá upphafi uppreisnar gyðinga í gettóinu í Varsjá gegn nasistum, en áætlað er að rúmlega 13.000 gyðingar hafi fallið í uppreisninni. Var atburðanna minnst með ýmsum hætti og lagði fólk liljur til minningar um fórnarlömb nasista við minnismerkið um stjórnmálamanninn Szmul Zygielbojm, sem framdi sjálfsvíg í kjölfar uppreisnarinnar til þess að mótmæla aðgerðaleysi vesturveldanna.

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, ávarpaði gesti á sérstakri minningarathöfn um uppreisnina ásamt Andrzej Duda Póllandsforseta og Isaac Herzog, forseta Ísraels, og bað Steinmeier viðstadda fyrirgefningar á glæpum Þjóðverja. Steinmeier fordæmdi um leið Pútín Rússlandsforseta fyrir innrásina í Úkraínu, sem hefði fært Úkraínumönnum hörmungar, eymd og eyðileggingu.