„Það þarf að vera stuð. Þetta þarf að vera dansvænn taktur, gleði. Ég held að þetta lag hafi þetta allt,“ segir Gunnar Þór í Sóldögg og Landi og sonum um nýjan sumarsmell, Lífið er núna, en hann mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í gær…
„Það þarf að vera stuð. Þetta þarf að vera dansvænn taktur, gleði. Ég held að þetta lag hafi þetta allt,“ segir Gunnar Þór í Sóldögg og Landi og sonum um nýjan sumarsmell, Lífið er núna, en hann mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í gær ásamt Bergsveini Arelíussyni úr Sóldögg. Vinir vors og blóma, Land og synir, Sóldögg og Katla Njálsdóttir gefa út lagið sem var frumflutt á K100 en textinn er m.a. innblásinn af Njáli Þórðarsyni heitnum, fyrir heiðurstónleika hans 20. maí í Háskólabíói.