Mark Erling Haaland fagnar marki sínu gegn Bæjurum í Þýskalandi.
Mark Erling Haaland fagnar marki sínu gegn Bæjurum í Þýskalandi. — AFP/Christof Stache
Manchester City og Inter Mílanó tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Meistaradeildar karla í knattspyrnu. City gerði 1:1-jafntefli gegn Bayern München í Þýskalandi og vann einvígið samanlagt 4:1. Inter og Benfica gerðu 3:3-jafntefli á Ítalíu og Inter vann einvígið 4:1

Manchester City og Inter Mílanó tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Meistaradeildar karla í knattspyrnu. City gerði 1:1-jafntefli gegn Bayern München í Þýskalandi og vann einvígið samanlagt 4:1. Inter og Benfica gerðu 3:3-jafntefli á Ítalíu og Inter vann einvígið 4:1. City mætir Real Madrid í undanúrslitunum og Inter mætir AC Milan. Leikirnir fara fram 9. og 10. og 16. og 17. maí. Úrslitin fara fram 10. júní.