Áskrifendum streymisveitunnar Netflix hefur fjölgað um 1,75 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs. Til samanburðar fjölgaði áskrifendum um 7,66 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs. Samkvæmt frétt Variety eru áskrifendur Netflix á heimsvísu…
Áskrifendum streymisveitunnar Netflix hefur fjölgað um 1,75 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs. Til samanburðar fjölgaði áskrifendum um 7,66 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs. Samkvæmt frétt Variety eru áskrifendur Netflix á heimsvísu því samtals orðnir 232,5 milljónir. Í yfirlýsingu frá Netflix kemur fram að lykillinn að vinsældum veitunnar felist í því að skapa góða eftirvæntingu og umtal um þær seríur og myndir sem fari í sýningu.